fimmtudagur, október 13, 2005

Lesbókin

Lesbókin er áttræð. Þrennt tengir mig við Lesbókina. Ég hef lesið Lesbókina svo lengi sem ég man eftir mér. Og ég man eftir mér langt aftur til þeirra tíma þegar það voru hálfgerð svik við Hugsjónirnar (sic!) að kaupa Moggann. Og ég man jafnlangt aftur til þeirra tíma þegar ég mátti ekki heldur hafa hátt um það að pabbi keypti Þjóðviljann.

Hitt sem tengir mig við Lesbókina er að ég er einn af þeim þúsundum sem eiga birt efni í Lesbókinni. Nei, það var ekki ljóð. Hið þriðja sem tengir mig við Lebókina er hús hérna á Akranesi. Moggahöllin varð snemma þekkt kennileiti í Reykjavík og fyrir suma kennileiti hins ljóta í módernismanum. Við Akratorg var á sjöunda áratugnum reist stórt hús sem þótti svipa til Moggahallarinnar í henni Reykjavík. Húsið var þó aðeins minna í sniðum og fékk því snemma á sig nafnið Lesbókin. Makalaus er húmor dreifbýlinga.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home