Lífið er kabarett
Það er margt í boði í leikhúsunum núna. Margt girnilegt og því mikil samkeppni um rassana í sætin. Kabarett fer augljóslega ekki varhluta af samkeppninni. Það eru alltént skilaboðin sem ég fæ úr varpinu. Leikhópurinn (á senunni) sá ástæðu til að opinbera flott atriði úr verkinu í Kastljósi í gær og nú er augljóslega komin ordra á Rás tvö um að spila tónlist úr uppfærslunni. Í mínum eyrum og augum þýðir þetta bara eitt: Aðsóknin er dottin niður. Ótrúlegt hvað sumir hafa góðan aðgang að sumum fjölmiðlum.
Ég er nú svo sigldur að ég sá Cabarett með hinum eina og sanna Joel Gray á hinum eina og sanna Broadway um páska 1988 á 20 eða 25 eða 50 ára afmæli uppsetningarinnar. Og var því töluvert spenntur fyrir uppsetningu Felixar og Kollu Halldórs.
Ég var semsagt á leiðinni að sjá verkið, en stór hluti af spenningnum við að sjá það var að sjá hvernig Kolla útlegði Money makes ... Nú er ég búinn að sjá það í Kastljósinu. Þarf ég að borga mig í leikhúsið? Held ekki. Á trúlega eftir að sjá hin atriðin í kosningasjónvarpinu í vor og svo í nýjum þætti Gísla Smarteins í haust ...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home