föstudagur, október 14, 2005

Davíð

Það er orðið satt að segja átakanlegt að fylgjast með vitsmunalegri hnignun Davíðs Oddssonar, fyrrum (ó, hvað er ljúft að segja þetta) forsætisráðherra og alvaldi Íhaldsins.

Hann er búinn að gera svo oft í buxurnar maðurinn síðustu misserin að það hálfa væri hellingur. Eftir að hann veiktist (þ.e. líkamlega), þetta upp úr fjölmiðlafrumvarpsruglinu, þá er hann eins og tveir menn, eins og Jekylll og Hyde; hinn bljúgi Davíð og svo hinn gamli Davíð með allt sitt „skítlega eðli“, sem sá maður eitt sinn eignaði honum sem hinn niðurstigni leiðtogi og sjálfskipaði Seðlabankastjóri nú kallar aðfararmann að þingræði okkar unga lýðveldis.

Gera í buxurnar, já og enn og aftur að toppa sjálfan sig í hinu skítlega eðli. Þetta allra síðasta er náttúrlega þær skítabombur sem hann sendir Samfylkingunni af landsfundi Sjálfstæðisflokkins og svo það að hans náð skuli ekki mæta í viðtal í Kastljósþátt Ríkissjónvarpsins eins og ráð var fyrir gert, af þeirri ástæðu, eins og ritstjóri þáttarins skýrði frá, að bankastjóranum nýslegna hafi ekki líkað umræðan í þættinum kvöldið áður um hans eigin ræðu á landsfundinum daginn þann.

Maðurinn er andlega vanheill, á því leikur vart vafi. En, öryrkjaníðingurinn þarf ekki að örvænta um það að hann þurfi að deila kjörum með þeim lýð. Hans andlegu vanheilsu hafði ekki hrakað svo áður en hann lét af embætti forsætisráðherra að hann hafi ekki séð til þess að setja þau nýju lög sem tryggðu kóngi sæmandi kjör í eftirlífinu. Eða hvað, voru þau lög kannski fyrstu teikn þess að Davíð væri endanlega genginn af göflunum?

Davíð og Baugur. Kannski uplifir Davíð sig raunverulega sem hinn litla Davíð versus hinum stóra, vonda og svifaseina Golíat (Lesist: Gaumur, Baugur, og hvað sem fyrirtæki Bónusfeðga heita)? Maðurinn er kolgeggjaður og ég held að margir séu á þeirri skoðun með mér.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home