þriðjudagur, október 18, 2005

Já, herra Anderson

Fór á tónleika í Háskólabíói síðastliðið sunnudagskvöld með Jon nokkrum Anderson, þekktum sem söngvara bresku progrokksveitarinnar Yes og síðar í teymi með gríska tónlistarmanninum Vangelis.

Ég hef svo sem lítið hlustað á Yes og heldur ekki mikið á Jon og Vangelis. Af hverju fór ég þá - og var gaman? Æi, mér bara fannst ég ekki mega missa af kallinum - og nei, það var ekkert spes. Samt ekki þannig að ég sjái mikið eftir peningnum. Suma kalla vill maður bara sjá. En, af hverju fór ég þá ekki að sjá Bowie og Bob (Dylan) þegar þeir létu sjá sig í Höllinni á sínum tíma? - Veit ekki.

Þetta voru svona la, la tónleikar eins og kannske vænta mátti miðað við það að hann var einn á ferð. En, það var ekki það. Frekar þessi s.k. Midi gítar sem hann spilaði á og þetta nýjaldartónlistarsánd sem úr honum kom. Anderson spilaði líka á kassagítar og svo pínu á hljómborð og það var fínt. Hefði mátt gera meira af því. Svo spjallaði kallinn inn á milli laga og það var notó. Kannski þess vegna sem ég fór, að ég vissi að þetta væru svolítið intím tónleikar og tækifæri til að kynnast Jóni Andréssyni.

Í spjalli á vef Egils Helgasonar á Vísir.is hefur Jakob Frímann einu og öðru að miðla í poppfræðunum eins og oft áður (hverja hefur hann ekki hitt og spilað með?):

„Trubrotstrymbillinn Gunnar Jokull starfadi med Jon Anderson og Yes-monnum, en reyndar i hljomsveitinn SYN sem var undanfari YES. Undirritadur kynntist hins vegar adurnefndum Jon, Chris Squire YES - bassaleikara og lek svo inn a plotu, ekki tho med YES, heldur Pete Best fyrrum gitarleikara baedi YES og SYN. YES-trymbillinn Bill Bruford, arftaki Jokulsins lek svo skommu sidar a Syrlandsplotu Studmanna. Tonleikar Jon Anderson a Islandi sl. sunnudag voru afar skemmtilegir, enda einstakur raddmadur a ferd, og trur sinum hippiska og kosmiska grunni.

London 17.oktober 2005
Jobbi Maggadon
a.k.a. Jakob Frimann Magnusson “

Jon Anderson í Háskólabíói sunnudaginn 16. október 2005:
3 gúrkur af 5.

1 Comments:

At miðvikudagur, 19 október, 2005, Anonymous Nafnlaus said...

Hann var sem sagt ekki með hljómsveit? Yes voru nebbla þrusu hljóðfæraleikarar en aldrei fannst mér þeir vera skemmtilegir tónlistarmenn.

JKÁ

 

Skrifa ummæli

<< Home