Kvennafrídagur, II. hluti: 2005
![](http://photos1.blogger.com/blogger/3335/1721/200/kvennafri-1.jpg)
En, ég var ekki einu sinni í Akranesbæ. Ég var á ferðinni allan daginn í mínum jeppabíl með allt mitt stóð frá u.þ.b. austasta tanga landsins til þess vestasta. Og sem ég hlustaði á dagskrána í útvarpinu þegar sendingin gaf þá hugsaði ég með mér hvernig ég hefði útskýrt fyrir dóttur minni sex ára - sem er nota bene jafngömul og ég var anno '75 - þenna dag og baráttumál hans hefði ég ekki haft neina löglega afsökun til þess að fara ekki með henni á fund: Jú, dóttir góð, uh, þessi heimur er nebblega þannig að, uh, margar konur, svona stelpur, fá ekki eins marga peninga í vinnunni sinni og strákar ... Og hvað myndi svo dóttir mín segja, sex ára annó 2005; En, pabbi, af hverju? - Er til eitthvert rökrænt svar?
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home