föstudagur, nóvember 04, 2005

10 bestu Woody Allen myndirnar

1 Annie Hall (1977) - Besta mynd Allens og ein besta mynd kvikmyndasögunnar.
2 Manhattan (1979) - Alger snilld. Allen trúlega einn þeirra fyrstu sem tæklar það vandamál þegar kona manns fer frá honum og til ... annarar konu. Mjög góð mynd með frábærum leikurum. Tekin í svart hvítu og í breiðmynd.
3 Broadway Danny Rose (1984) - Hér finnst mér að Woody komist hvað næst pathosi Chaplins. Frábærlega ljúfsár mynd.
4 Crimes and Misdemeanors (1989) - Ein allra besta mynd Allens: Frábært handrit, frábærir leikarar.
5 Hannah and Her Sisters (1986) - Mikið fín mynd með miklu leikaravali.
6 Play It Again, Sam (1972) - Týpísk góð Allen mynd. Það merkilega við þessa mynd er þó að Allen leikstýrir henni ekki heldur Herbert nokkur Ross sem leikstýrði ekki ómerkari myndum en t.d Pennies from Heaven og Sólskinsdrengjunum.
7 The Purple Rose of Cairo (1985) - Fín mynd eftir Óskarsverðlaunuðu handriti Allens.
8 Zelig (1983) Sérkennileg mynd, góðar pælingar og vel útfærðar.
9 Sleeper (1973) - Hér er Allen á þögla tímabilinu sem hann varð jú að eiga eins og Sjapplín og Kíton.
10 Bananas (1971) - Woody í bananastuði.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home