föstudagur, júlí 07, 2006

Er ekki netið magnað?

Ég hef verið að endurhanna vefvarpið mitt, gurkaTV, og nú bara orðinn harla sáttur við útlitið og fúnksjónina. Það er því miður svo að þeir mörgu sem eru fastir í viðjum Windows hafa ekki Quick Time spilarann í tölvum sínum. Við þessu hef ég brugðist með því að setja nokkrar kvikmyndanna inn á Google Video, en þar spilast myndirnar á því sniði sem flestar PC-tölvur skilja. Ég hef þá bara sett tengil við viðkomandi kvikmynd sem beinir gestum beint inn á vef Google þar sem sömu mynd er að finna.

Ég vek athygli á því að myndirnar eru teknar á litla stafræna myndavél, ekki eiginlega vídeóupptökuvél, og því eru gæði myndanna bara svona la,la, En, þannig vil ég hafa þetta. Það er nefnilega miklu auðveldara að ferðast um og taka upp efni á vél sem enginn tekur fyrir kvikmyndavél. Þessar myndir eru enda eingöngu ætlaðar fyrir þann merka og magnaða miðil sem vefurinn er.

Hér er slóðin á gúrkaTV

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home