Skiptimiði
![](http://photos1.blogger.com/blogger/3335/1721/200/skiptimidi.jpg)
Skiptimiðar eru merkilegir, eru ávísun á framhald. Ef við líkjum lífinu við ferðalag, eins og Reykjavíkurskáldið Tómas vildi hafa það, vilja sumir meina að lífið sé eins og ferðalag ofan af Skaga og langt suður í Vesturbæ Reykjavíkur. Með skiptimiða og öllu. Þessir sumir skiptast hins vegar svona gróft séð í tvo hópa; einn vill meina að við ferðalangarnir fáum skiptimiðann við upphaf ferðarinnar eins og gengur og gerist í strætó, en hinn vill hins vegar hafa þetta þannig að við fáum hann ekki fyrr en við ferðarlok og þá aðeins að því tilskyldu að við höfum hagað okkur vel á leiðinni; ekki hent rusli á gólfið, að við höfum staðið upp fyrir gömlum konum og alls ekki reynt að fara með ís um borð í vagninn. (Það sem hins vegar má í þessum vagni, ólíkt gulu strætóunum, er að það má spjalla við vagnstjórann á meðan á akstri stendur, það er beinlínis skylda.)
En þetta er náttúrlega bull og vitleysa. Eins og biskupinn sagði. Lífið er jú sannarlega ferðalag en bara með einum vagni og enginn skiptimiði í boði. Svo það er eins gott að maður njóti ferðarinnar. En, hver láir svosem þessum sumum þegar ferðalagið liggur um djúp og dimm göng og endar í Mosfellsbæ!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home