Alltaf að heyra eitthvað gamalt
![](http://photos1.blogger.com/blogger/3335/1721/400/kp_pix_runa.jpg)
Suður í Róm fyrir um einni öld síðan var nefnilega uppi geldingur einn sem var kórstjóri í Sixtínsku kapellunni í Páfagarði. Alessandro Moreschi var geldsöngvari og einn sá allra síðasti sem þá var uppi, en gullöld geldinganna var í barokki 18. aldar.
Það merkilega sem kom fram í spjalli kvennanna var að söngur Moreschis var hljóðritaður. Þetta var árið 1902 og fór upptakan fram við páfamessu í Vatíkaninu. Þetta hafði vakið athygli mína og ég fór að gúgla. Fann upplýsingar um geldinginn, myndir og hljóðritið góða. Setti því saman lítinn pistil að setja á Rómarvefinn og leyfi honum að vera hér líka.
Á vafri mínu um vefinn rakst ég inn á upplýsingavefinn Answers.com sem er mikil fróðleiksnáma orða og mynda.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home