laugardagur, mars 04, 2006

Punktar

Það er vöxtur í Gúrkunni þessa dagana, eins og öðrum mikilsverðum fjölmiðlafyrirtækjum íslenskum. Gúrkan hefur nú sett á stofn vefsjónvarpið GúrkaTV - vefvarp alþýðunnar, hvar ætlunin er að út-varpa einhverskonarmyndum úr smiðju minni. Smá tæknileg vandamál hafa komið upp sem lúta að því að illa gengur að fá QuickTime til að virka í PC tölvum, en það eru nú bara 92,3% tölvunotenda sem nota það drasl. Svo ekkert liggur á. Slóðin á Gúrkuvarpið er:
www.romarvefurinn.is/gurkatv

... ... ...

Hjálmar Hjálmarsson leikari er með pistla í sjónvarpsmagasíninu Kastljósi; ekki kannski alveg hann sjálfur heldur svona meira í karakter. Nema hvað, Hjálmar er með eindæmum orðheppinn og fyndinn maður, hraðmæltur með afbrigðum. Og það sem mér líkar best: Hann lætur sumt flakka. Til dæmis að Ingvi Hrafn Jónsson sé vitlaus. Er hann það? Ég veit það ekki, svo langt síðan ég hef heyrt krúnkið í honum.

... ... ...

Íslensk hönnun verður sem betur fer meira og meira áberandi. Ef við viljum raunverulega skapa okkur nafn (eins og t.d. Finnar) sem landið sem fóstrar skapandi hugsun og framúrstefnuhönnuði þá verðum við að láta af áleinstefnunni og styðja þess í stað markvisst við hönnun og listir. Við getum ekki öllu lengur látið ráðamenn steypa okkur öll í sama álmótið. Þegar núríkjandi landsstjórn dagar uppi trúi ég því að hún verði að áli en ekki steini.

> Mæli með flottum dæmum um íslenska hönnun Hrafnkels Birgissonar á vefnum www.hrafnkell.com

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home