miðvikudagur, febrúar 22, 2006

Gamalt skip

Úti fyrir slippnum á Akranesi, á klöpp langt uppi á landi stendur gamalt tréskip. Fiskur á þurru landi. Viðarborðin í búknum orðin feyskin og grá, málningin víðast flögnuð af, en frá nöglum renna taumar riðs. Rauðryðið er nú liturinn á þessu aldna haffari. „Alveg brilljant!“

Þarna bíður það og klýfur austanáttina í stað aldnanna sem áður kitluðu kinnunga þess. Bíður þess að skipslæknar slippsins sinni því eða Skagastrákar kveiki í því. Illa er farið með aldraða. Þótt fjarað hafi undan fleyi þessu verður það ekki sagt um reisn þess: Enn er það tilkomumikið í sjón sem setur svip á nesið. Stolt siglir fleyið um öldur aldanna.

> Horfðu á kviku myndina Gamalt skip í GÚRKUVARPINU.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home