Garður
![](http://photos1.blogger.com/blogger/3335/1721/400/grjotgardur_akrafjall.jpg)
Í varnarmálum þykir oft gott að setja upp varnargarða. Kínamúrinn er eitt stórt dæmi um slíkan garð og er hann sennilega ríflega sauðheldur. Ekki veit ég þó hvort þessi garður hér á Breiðinni á Akranesi sjáist alla leið utan úr geimnum eins og sá kínverski, en sennilega má sjá hann ef vel er rýnt í Jarðarmyndirnar á Google. Hreint makalaus þjónusta sem þar er boðið uppá. Mér leiðist í Garðabæ, en tek vel á móti fólki þaðan og víðar að þá það ber að mínum garði.
[Myndin er semsagt af grjótgarði rétt við ströndina á hinni s.k. Breið syðst á Skaganum. Akrafjall er svo utangarðs.]
> Garðurinn kemur fyrir í skammmynd sem heitir Rok og horfa má á í vefvarpinu gúrkaTV.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home