miðvikudagur, maí 10, 2006

Exbévítans bolaskítur

Er maðurinnn skítugur í framan, svaf hann yfir sig í ljósum eða missti hann sólkrem yfir sig? Pælið í auglýsingum þessa fólks. Er verið að bjóða það fram til þess að stjórna borginni eða er þetta nýr söngflokkur á vegum nælonsokksins Einars Bárðar? Ég er hreinlega ekki viss.

En, bíðið við, fylgi Framsóknar í borginni er á mörkum þess að vera mælanlegt. Hvaðan koma þá allir þessir peningar í auglýsingarnar? Fann Steingrímur Hemm Hemm loksins gullið sem hann leitaði? Nei, varla, og þótt svo væri þá er hann fyrir löngu orðinn afhuga Framsókn ... eða var það öfugt, varð sóknarliðið viðskila við Frammið?

XB er Hummer. Og hvað er Hummer? Hummer er tákngerfingur þeirrar gerfiveraldar sem Framsóknarflokkurinn hefur talað fyrir síðustu árin; hann er allt of stór, eyðir allt of miklu og er ljótur. Það er því meira en táknrænt að Framsókn í Reykjavík, sem þó kýs að bjóða fram undir öðrum merkjum, auglýsir offramboð sitt á einum svörtum, feitum, mengandi Hummer. Hvað bjóða þau næst: XB ætlar að tryggja öllum (lán fyrir) Hummer í heimreiðina!

Ex bé nihil fit = Úr engu verður ekkert.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home