föstudagur, maí 12, 2006

Frambjóðendurnir og börnin

Ég þekkti einu sinni mann sem nú er látinn. Hann var svona duldið spes. Var ungur maður vinstrisinnaður en lét síðan heillast af styrk og stefnu Sjálfstæðisflokksins. Var Davíðsmaður. En, hann var líka soldið skotinn í Hitler og Mússolíní. Trúlega ekki því sem þeir gerðu, heldur valdinu, styrknum, samheldninni. Hann komst yfir gamat póstkort úr Þýskalandi nasismans sem hafði að geyma mynda af Hitler að vísitera einhvern söfnuðinn úti á hinni þýsku landsbyggð. Foringinn hefur tekið barn upp á arminn og bæði brosa breitt, brjálæðingurinn og barnið. Þessari ógeðfelldu mynd stillti minn maður upp við rúmstæði sitt - og af engri annarri ástæðu en til þess að ögra hneikslunargjörnum manni eins og mér.

Goddur, Guðmundur Oddur myndrýnir og prófessor við LHÍ, kom inn á þetta þema í Kastljósþætti fimmtudagskvöldsins 11. maí sl., þ.e. þetta með leiðtogana og börnin, í tengslum við auglýsingar flokkanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar núna. Hann sýndi myndir sem ég hef tekið upp, raðað saman, bætt við og birti hér að ofan.

> Myndina má stækka með því að smella á hana.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home