Kólosseum bíður dags
![](http://photos1.blogger.com/blogger/3335/1721/200/tom_waits.jpg)
Dagur er listamaður með innistæðu. Ekkert kredit, bara debet. Og nú hefur annar öndvegis listamaður samþykkt að vinna með Degi. Vel að því kominn að hlotnast sá heiður að fá slíkan töframann í lið með sér sem Waits er.
Ég hef verið að endurnýja kynni mín við Tom Waits. Það er merkilegt að nokkrir hrjúfustu og rámustu tónlistarmenn rokktónlistarinnar eru líka einstakir ballöðusmiðir. Þetta eru meistari Waits, Nick Cave og svo auðvitað Lou Reed. Búinn að sjá og heyra tvo þeirra á tónleikum, en Tomminn er eftir. Hann hlýtur að drífa í einu stykki tónleikum fyrst hann er að koma hingað og leika.
This one's for the balcony
And this one's for the floor
As the senators decapitate
The presidential whore
The bald headed senators
Are splashing in the blood
The dogs are having someone
Who is screaming in the mud
In the colosseum tonight
Meira að segja Tomminn á eitt lag um Kólosseum í Róm.
E.s. Tom Waits telst varla til rokktónlistarmanna, en hverning í fjandanum á maður eiginlega að flokka kallinn? Í iTunes er tónlist hans flokkuð undir „Alternative and punk“! Hvað er þá Bubbi; Allt og ekkert runk? (Ekki að þeir séu sambærilegir; þetta bara rímaði.)
Myndin af Tomma er úr myndinni Kaffi og sígarettur eftir annan góðan leikstjóra, Jim Jarmusch.
> Um Kólosseum má fræðast í Rómarvefnum.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home