mánudagur, maí 29, 2006

Rómarvefurinn 5 ára

Ferða-, menningar- og söguvefurinn RÓMARVEFURINN fagnar fimm ára starfsafmæli um þessar mundir. Vefurinn er, eins og nafnið gefur til kynna, helgaður menningu og sögu Ítalíu með sérstaka áherslu á borgina þangað sem „allir vegir liggja“.

RÓMARVEFURINN er yfirgripsmikill vefur og sá eini sinnar tegundar á Íslandi. Vefurinn hefur það að markmiði sínu að miðla vönduðum upplýsingum um sögu og menningu Ítalíu í nútíð og fortíð ásamt greinargóðum upplýsingum fyrir íslenska ferðamenn. RÓMARVEFURINN leggur mikið upp úr því að upplýsingar séu miðaðar við íslenska ferðamenn, að allt efni sé á íslensku og að birta efni sem segir frá kynnum Íslendinga af Ítalíu.

RÓMARVEFURINN er uppfærður reglulega og oft fjallað um málefni líðandi stundar á Ítalíu. Stöðugt bætist við efni vefjarins. Meðal efnis í vefnum eru ferðaupplýsingar um Róm, greinar um páfa og Páfagarð, stjórnkerfi Ítalíu, samskipti Íslands og Rómar fyrr á tímum, óperu og myndlist, matarumfjöllun og uppskriftir - auk ýmissa pistla og greina annarra um aðskiljanlegustu efni.

RÓMARVEFURINN er vel sóttur af fólki á öllum aldri, ekki síst þeim sem eru að hugleiða ferð til Ítalíu. Vefurinn er einnig töluvert notaður af nemendum grunn- og framhaldsskóla og svo þeim sem hafa áhuga á sögu Rómar. RÓMARVEFURINN hefur fengið góða umsögn, jafnt hjá almenningi sem fagmönnum, og er t.a.m. skilgreindur sem námsefni á vef Menntamálaráðuneytisins, Menntagátt.is.

RÓMARVEFURINN er framtak Kristins Péturssonar. Hönnun vefjarins og mest allt efni er á hans könnu, en nokkrir höfundar aðrir hafa lagt vefnum til efni. Kristinn bjó um tveggja ára skeið í Rómaborg og heillaðist svo af sögu og menningu borgarinnar að hann mátti til með að gera þessu skil í máli og myndum; og vefurinn varð fyrir valinu.

... ... ...

E.s Eins sumir vita er kært með Gúrkunni og Rómarvefnum og því fékk þessi ágæti vefur hér inni með fréttatilkynningu þessa. Lengi lifi Rómarvefurinn! Húrra, húrra, o.s.frv.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home