föstudagur, september 15, 2006

Ég man, munið þið?



Ammæli með Sykurmolunum. Eitt af þeim lögum sem ég myndi setja í sæti með fimm helstu gæsahúðarlögum sem ég hef heyrt um ævina. Með níundu Beethovens og serenöðu Mozarts í Bé.

Á YouTube.com er hægt að sjá nokkrar útgáfur af laginu og ólíkar myndskreytingar. Athyglisvert er að skoða upprunalega mynd við lagið sem Óskar Jónasar gerði. Þar er, svona eftir á að hyggja, eins og reynt sé að sætta eða samþætta Kuklið og Sykurmolana, með hinu klassíska ívafi eldgosa og hvera: Meira að segja frumlegustu popparar Íslands hafa notast við þá ofnotuðu klisju.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home