fimmtudagur, ágúst 24, 2006

Góðar ostrurnar, er þa'kki?

MYNDSKÝRING
París, 1972. Europasonor hjóðverið við Avenue des ternes.


Waters og Gilmour sitja að kræsingum. Það er ostruveisla hjá þeim félögum. Á kantinum trommarinn Mason að borða samloku. Ekki ostrumaður. Þeir sitja við lítið borð, fyrir framan þá fullur pappabakki af ostrum á fisksalapappír og tvær bjórflöskur. Þeir eru í mynd.

Félagarnir handleika ostrurnar af kunnáttu; kreista sítrónu yfir kjötið, losa það frá skelinni með sjálfskeiðungi. Gilmour skellir upp í sig ostru, Waters hellir sinni upp í sig. Sleikir fingur á eftir: Þumalfingur fyrst, svo vísifingur, næst löngutöng og baugfingur. Litli fingur tekur ekki þátt í veislunni.

Ostrurnar eru góðar, er það ekki?, segir Waters við Gilmour sem situr honum á vinstri hönd við borðið, - þær eru góðar ostrurnar hérna er þa'kki? Gilmour jánkar og jánkar, enda upptekinn við að borða ostrur. Já, segir Waters, - já, góðar ostrur já, segir Gilmour.

Virðist vera rétta árstíðin!, segir Gilmour. - Ostrurnar eru fínar, undirtekur Mason á kantinum, og fær sér bita af samlokunni. Ostrurnar eru mjög góðar, segir Waters. Já, segir Gilmour, á þessum árstíma.

Eru þetta franskar ostrur?, spyr dokumentarinn hinumegin við myndavélina. -Ja, ég veit ekki af hvaða þjóðerni þær eru, segir Gilmour. Ég held að ostrur séu handan þjóðlegra landamæra, segir Waters.

Ostruunnendur eru listrænir snillingar. Segi ég. Hinir borða samlokur.

(Smelltu HÉR og þér er boðið í ostruveislu Gilmours og Waters.)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home