fimmtudagur, ágúst 17, 2006

Hann segir dojojojojong

Sem betur fer eru fjölmiðlar heimsins stundum vakandi, spyrja þeirra spurninga sem þarf, meira segja hérna heima. Einstaka sinnum. Um daginn komst Bandaríkjaforseti svo skemmtilega að orði um vondu kallana fyrir austan að þeir væru íslamskir fasistar sem ætluðu sér að hafa lýðræðið af okkur friðelskandi fólkinu.

Ég varð hugsi þegar ég heyrði þetta haft eftir Gogga. Hugsaði semsagt: Hvað ætli Bússi viti um Fasisma? Óskaði þess að einhver skarpur snápurinn hefði stoppað forseta og spurt: Heyrðu, herra forseti, skilgreindu Fasisma! Las svo og heyrði í fjölmiðlum daginn eftir (guði sé lof) að einn og annar vildi að hann skildi GWB betur. Að sjálfsögðu höfum við Fasismann á Ítalíu og svo það sem við köllum einu nafni fasisma og meinum einræði, alræði, gerræði. En, að heyra Bush líkja Allahböllunum óvinum sínum við Fasista hjómaði eins og illa nykruð líking.

Á Vísindavefnum er stutt skilgreining á fasisma með litlu f-i.


... fasistar boða öfgafulla þjóðernishyggju og lofsama rétt ríkisins til þess að stjórna nánast öllum þáttum mannlegs samfélags. Ríkisvaldið hefur í þeirra augum algjört vald yfir þegnunum en takmarkast hvorki af lögum né mannréttindum. Þeir líta á þjóðríkið sem eina órofa heild sem hverjum einstaklingi beri að beygja sig undir og þjóna. Mannréttindi eru fyrir borð borin, sé það talið til hagsbóta fyrir ríkisheildina.

Fasistar höfða til einingar þjóðarinnar sem þeir vilja sameina gegn meintum óvinum ríkisins. Með öðrum orðum verður ríkið sjálft æðsta takmark mannlegs samfélags.

Í upphafi 20. aldar skírskotuðu fasistar mjög til ótta fólks við byltingar og óstöðugleika. Þeir álitu sig vera brjóstvörn laga og reglu, kristilegs siðgæðis og einkaeignarréttar. Jafnframt höfðuðu þeir til þjóðerniskenndar og fordóma gegn ýmsum hópum manna, svo sem gyðingum.


Þessi lýsing hljómar eitthvað svo kunnuglega. Ætli við áttum okkur á því hvað það er ef við skiptum út nokkrum orðum?


Stjórn Bush boðar öfgafulla þjóðernishyggju og rétt ríkisins til þess að stjórna nánast öllum þáttum mannlegs samfélags. Mannréttindi eru fyrir borð borin, sé það talið til hagsbóta fyrir ríkisheildina.

Bushstjórnin höfðar til einingar þjóðarinnar sem hún vill sameina gegn meintum óvinum ríkisins. Með öðrum orðum verður ríkið sjálft æðsta takmark mannlegs samfélags.

Í upphafi 21. aldar skírskotar Bushstjórnin mjög til ótta fólks við hryðjuverk og óstöðugleika. Hún álítur sig vera brjóstvörn laga og reglu, kristilegs siðgæðis og einkaeignarréttar. Jafnframt höfðar hún til þjóðerniskenndar og fordóma gegn ýmsum hópum manna, svo sem aröbum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home