þriðjudagur, september 12, 2006

Hól

Öllum finnst okkur gott að fá klapp á axlirnar frá vinum og félögum; smá hól sem felur í sér viðurkenningu og virðingu gagnvart gjörðum manns - og manni sjálfum.

Mér finnst gott að fá hól, en hef þó lengi átt í mesta basli með að kunna að taka því, njóta þess. Þoli ekki skjall og á það eflaust til að rugla þessu saman; hóli og skjalli. Meðvitaður um það að hófstillt hól geri öllum gott (jafnt þeim sem gefur og þyggur) hef ég sjálfur reynt að vera örlátur á það.

Nema hvað, ég held úti hinum og þessum vefsetrum sem eru nokkurs konar útrásarstöðvar mínar fyrir sköpunarþörf. Og sýndarþörf. Ég hef t.d. fengið nokkra pósta tengdum Rómarvefnum þar sem mér er þakkað fyrir framtakið og hinu og þessu hælt. Ekki er verra þegar ókunnugir hæla manni.

Vænt þótti mér líka um það í gær þegar mér barst póstur lengra að en nokkurn tíman áður. Maður að nafni Jerry Gordon sendi mér þá póst frá Osaka í Japan til að þakka mér fyrir stuttmyndirnar sem ég hef til sýnis fyrir gesti og gangandi í netheimum. Leyfi mér að birta bréf hans hér:


Dear Kristinn Petursson,

I just wanted to write to you to tell you that your short films are wonderful. I particularly enjoyed BÍÓDAGUR, 1918, KLIPPING, GANGBRAUT and FLUGDREKI.

The way that each of them combines technique with the subjects to tell intimate little stories is both poetic and delightful. The tail of the kite in FLUGDREKI works so fluidly with the Alice Coltrane music, like pure choreography. And, the reshaped version of Walk on the Wild Side makes GANGBRAUT very funny.

I look forward to seeing more of your films.

Sincerely,

Jerry Gordon
Osaka, Japan

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home