miðvikudagur, ágúst 30, 2006

Æru-Árni

Árni Johnsen, dæmdur þjófur, lygari, mútuþegi og umboðssvikari, er sagður róa að því árum öllum að hann nái ærunni sinni til baka svo Sunnlendingar og Eyjamenn geti kosið hann aftur á þing. Hann þarf semsagt að fá æru sína formlega uppreista til að svo geti orðið og það vald hefur víst forseti vor. En, hvernig má það vera að það sem horfið er og existerar ekki lengur verði allt í einu endurreist?

Í mínum huga og sennilega fleiri er Árni Johnsen í besta falli sauður sem sumir hafa gaman að hlægja að, en í versta falli þjófur, lygari og ofurþröngsýnn mannhatari sem mun halda áfram að stela, ljúga og hata. Í mínum huga og sennilega fleiri er æran Árna fyrir löngu horfin veg allrar veraldar og því ekki hægt að finna, hvað þá endurreisa, það sem ekki er lengur til. Því eru meiri líkur til þess að Hvíti-Kristur snúi aftur en að Æru-Árni fái sína til baka úr þvottinum. Árni ærir hvern mann ærlegan, æ, æ, æ.

Og finnist einhverjum ég vera vondur við Æru-Árna þá bið ég þann hinn sama að íhuga það af hverju í andskotanum veita eigi þjófi og lygara fyrirgefningu, manni sem ekki í eitt skipti hefur sýnt eina iðrunarögn og ekki einu sinni látið svo lítið að gera sér hana upp.

Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstýr deyr aldregi ... altso, hveim er sér góðan getur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home