fimmtudagur, september 28, 2006

Tilfinningaskyldan kallar

Hádegi á Íslandi, fimmtudaginn 28. september 2006.

Í þessum skrifuðum orðum er nýbyrjað að safna vatni á landi því sem mun með tímanum mynda hið umdeilda Hálslón. Líklegast verður ekki aftur snúið, en miðað við umræður síðustu mánaða og missera virðist mér að þorri almennings hefði kosið að aldrei hefði verið ráðist í þessa hálendisvirkjun sem sumir kalla spellvirkjun. Verður aftur snúið?

Lýsingar á því núna í útvarpi hvernig byrjað er að hleypa vatni á gróið land og furðuverk náttúrunnar minnir mig á aftöku; eins og um bandaríska aftöku sé að ræða þar sem eitri er dælt í manneskju til að deyða hana. Og hjartað sem sló slær ei meir. Óhjákvæmileg hugrenningartengsl. Fyrirgefið tilfinningasemina.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home