þriðjudagur, nóvember 22, 2005

Aðeins rúllugjald - Borð ekki frátekin.

Guðmundur Andri Thorsson, sá skarpi penni og stílisti, átti góðar setningar í pistli sínum í Fbl. í gær, mánudag. Umfjöllunarefni hans var Edduverðlaunahátíðin.

„ ... Sylvía Nótt ullaði svo mikið að engu var líkara en að þetta væri dagur íslenskrar tungu ... “

„ Þegar maður sat heima í stofu og gjóaði auga á þessa árshátíð þeirra sem fást við lifandi myndir á Íslandi þá skynjaði maður óvenju sterkt að eitthvað er að. Því að það sem var svo átakanlega fjarverandi á þessari uppskeruhátíð var sjálf uppskeran. “


Guðmundur er síður en svo að dissa listafólkið, heldur að gagnrýna þá ömurlegu menningarstefnu eða öllu heldur skortinn á slíku sem birtist svo nöturlega í hátíð sem þessari þegar meiningin er að fagna. Enda er yfirskrift pistilsins „Vannýtt auðlind“ og er þá átt við leikara og kvikmyndagerðarmenn íslenska.

... ... ...

Var að skoða nokkra vefi íslenskra tónlistarmanna. Bubbi.is virðist vera aðdáendavefur en ekki opinber vefur kóngsins; ekki margt í boði. Þó óborganlegar myndir af auglýsingum frá tímum Utangarðsmanna á Borginni. Birti hér eina til hliðar. Hvað margt hefur breyst á stuttum tíma!

Hörður Torfa tónlistarmaður er með hreint ágætan vef þar sem hann bloggar svolítið, hægt er að lesa sér til um feril hans og síðast en ekki síst, hann býður upp á vefverslun þar sem hægt er að kaupa plöturnar hans. Vefurinn er einkar látlaus í allri umgjörð og þar með stílhreinn og notendavænn. Hordurtorfa.com

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home