Nick níundi
![](http://photos1.blogger.com/blogger/3335/1721/320/Nick.jpg)
Hitt sem tengir mig við daginn er minn frægi bróðir í Amríku; Nick Lachey. Hann á afmæli þenna dag og man ég það alltaf vegna hins fyrrnefnda, þ.e. hruns Berlínarmúrsins. En, það er gaman að nefna frægt fólk. Og var ég búinn að nefna það að hans kona er Jessica Simpson, dóttir Hómers og Marge?
Nick er frábær strákur, við deildum herbergi þetta ár sem ég dvaldi með þeim í Cincinnati. Hetjan hans var og er víst enn Bruce Willis. Þeir hafa nú vísast hist. Ég var nú hins vegar hrifnari af henni Cybillu hinni kindarlegu. Við Nick hittumst svo aftur 1992 þegar ég sigldi vestur og heimsótti fólkið mitt á Bjarkarstíg í Cincy. Við fengum bíl lánaðan og keyrðum norður. Nick var ekki nema útskrifaður úr High School og ég er í raun ofurundrandi yfir því að honum hafi verið hleypt í svona ferð. Verið greinilega treyst með sínum íslenska og margreynda bróður. Við keyrðum norður, sem sé. Gistum á ekta mótelum. Lentum í Toronto, Montreal, sáum Niagarafossa, stoppuðum í New York; þaðan keyrt í einum rikk til Cincinnati undir tunglmyrkva. Maí 1992. Svo flaug ég aftur til Boston í mitt skip og aftur vikusigling heim.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home