miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Icelandic Group

Dagur íslenskrar tungu er í dag, 16. nóvember, á afmælisdegi Jónasar Hallgrímssonar. Allir sem eiga íslenskuna að móðurmáli og líka þeir sem hafa lagt það á sig að læra málið eru hluthafar í íslenskunni og geta með mæli sínu aukið við félagið eða ekki.

Gengi íslenskunnar er nú svona og svona; ég er sérstakur svartsýnismaður þegar kemur að íslenskunni. En, miðað við önnur tungumál þá má kannski vel við una. Sniðug auglýsing frá Mjólkursamsölunni í Fréttablaðinu í dag þar sem lögð er áhersla á öll þau nýyrði sem smíðuð hafa verið um og yfir nýja tækni, nýja hugsun. Mun minna gert af þessu annarstaðar. Danska og sænska, til dæmis, og ítalska og franska eru tungur útbíaðar í enskuslettum.

En, ég hef miklu minni áhyggjur af einstaka slettum heldur en þeirri stórkostlegri mengun sem felst í ísl-enskunni svo kölluðu, það er að mælt og rituð íslenska sé hugsuð út frá enskum málhætti en orðin íslensk. Líka því sem nú veður uppi í tali og skrifum yngra sem eldra fólks, því að „vera að“ gera eitthvað. Dæmi: Ég er ekki að skilja þetta, í stað Ég skil þetta ekki o.s.frv. Ég hef bara hreinlega af því stórar áhyggjur að þetta verði málið þegar börnin mín eru orðin fullorðin því þetta er íslenskan í dag, málið innan Icelandic Group. Ég verð bara að segja það og er bara að hafa af þessu stórar áhyggjur.

Annað sem ég tek eftir er að dagblöðin virðast hafa slegið af gæðakröfum sínum um gott mál. Helst er þetta áberandi í Fréttablaðinu; varla líður sá dagur núna að einhver fyrirsögnin eða undirfyrirsögnin hafi ekki að geyma meinlega málvillu. Svo ég tali nú ekki um almenna textann í blaðinu öllu. Ég veit að blaðamenn hafa mikið að gera, en útgefendur og ritstjórar hljóta að gera þá lágmarkskröfu til blaðamanna sinna að þér séu sæmilega ritfærir á íslensku. Skilst að í Blaðinu í dag, því gagnmerka riti, sé nafn fyrirbærisins Silvíu Nætur eignafallsbeygt sem Silvíu Nóttar.

Að gefnu tilefni skal það tekið fram að myndin sem skreytir pistil þennan er af erlendri tungu.

4 Comments:

At miðvikudagur, 16 nóvember, 2005, Anonymous Nafnlaus said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

 
At fimmtudagur, 17 nóvember, 2005, Anonymous Nafnlaus said...

Sony CDs infects your PC with evil rootkit software
There is now a blog, SoryElectronics.com , to track the fracas surrounding Sony's use of a dangerous piece of software called a rootkit that can make your PC vulnerable to all kinds of attacks, as part of a ...
Find out how to buy and sell anything, like things related to company construction mn road on interest free credit and pay back whenever you want! Exchange FREE ads on any topic, like company construction mn road!

 
At fimmtudagur, 17 nóvember, 2005, Anonymous Nafnlaus said...

Skemmtileg myndskreyting. dúd, þú verður eitthvað að eiga við þetta kommentakerfi.
jón

 
At fimmtudagur, 17 nóvember, 2005, Blogger kp said...

- Já, þetta er svona sjálfvirkur enskuslettuvarnarbúnaður. Ef ég set enskt orð eða nafn inn í bloggið mitt þá fæ svona pósta í kommentið mitt. Því er bara best að sleppa enskunni eða skrifa hana alltaf upp á íslensku.

 

Skrifa ummæli

<< Home