miðvikudagur, nóvember 30, 2005

Kærleikur

Sérarnir Bjarni og Bolli tókustu á um það í Kastljósi í kvöld hvort eða hvers vegna ekki samkynhneigðir eigi að njóta sömu réttinda og önnur Guðsbörn innan kirkjunnar. Annar vísaði til tilfinninga fólks og mannréttinda, hinn í kalda rökhyggju og kirkjuþing í Níkeu sem Konstantínus keisari kallaði til árið 325 (!).

Það er skiljanlegt að eðlislægt bákn eins og þjóðkirkja sé íhaldsamt og svifaseint í ályktunum eða samþykktum um mál sem ganga þvert gegn hefðinni. En, það er ekki eins og þetta sé glænýtt mál. Kirkjan hefur haft nægan tíima til að ígrunda spurninguna um hjónaband samkynhneigðra. Í það minnsta er ljóst orðið að þjóðin er komin langt fram úr kirkjunni í að akseptera þessi sjálfsögðu réttindi og því má segja að nú sé staðfest djúp millum þjóðar og kirkju. Það veit ekki á gott fyrir þá sem vilja öfluga Þjóð - kirkju.

Kirkjan þarf að reka af sér sliðruorðið og taka afstöðu sem allra fyrst. Samtímis því sem hún hummar þetta fram af sér hummumst við hin í burtu sem ekki nennum að bíða eftir því að hún taki sönsum. Karl Sigurbjörnsson virðist mér sem afar trúhneigður maður og grandvar. Og sem betur fer vantar ekki réttlætiskenndina í hann. Það hefur hann sýnt með predikum sínum um ólíðandi fátækt á Íslandi. Trúlega eiga réttlætiskenndin og kenningin nú í mikilli rökræðu hjá Karli.

Og takið eftir því, mér dettur ekki einu sinni í hug að eyða orðum í rök fyrir því að samkynhneigðir eigi að fá að giftast frammi fyrir Guði og mönnum. Segir það sig ekki alveg sjálft? Hvað skyldi Jesús segja við þessu?

Það vill nú svo til að ég svona nánast trúlaus maðurinn, heyri til efasemdarmanna, agnostics, frekar en trúleysingja. En, mér þykir vænt um kirkjuna og hver þau trúarbrögð sem boða kærleika, jöfnuð og umburðarlyndi. Því er það von mín að þjóðkirkjan taki á þessu þarfa máli strax og sýni þá djörfung, sem við Íslendingar eigum auðveldara með en aðrir í krafti smæðar okkar, að ganga á undan öðrum þjóðum með góðu fordæmi. Í nafni kærleikans, því á honum grundvallast kristin trú víst.

... ... ...

Egill Helga (þessi feiti með krullurnar) stimplar sig þessa dagana inn sem einn mesti íhaldsmaður landsins. Fyrst skrifar hann innblásinn pistil um það hvað allt var nú betra hér áður fyrr og svo biður hann fólk um að sýna íhaldsömum um málefni samkynhneigðra skilning, að þessu fólki finnist sumu bara þá alveg eins hægt að leyfa fjölkvæni. Eins og það sé það sama!?

Ég segi bara eins og félagsmálaráðherra: Hættum að líta á jafnréttisbaráttuna sem sem kvennabaráttu. Þetta er okkar mál, okkar barátta. Og líka málefni samkynhneigðra, fatlaðra, geðfatlaðra o.s.frv. Þessi málefni eru öll okkar málefni en ekki ÞEIRRA HINNA.

BÓKADÓMUR
Hef lesið lítillega í testamentinu gamla og nýja. Jú, jú, ágætt. Sama efni að finna Dabbanum og Fréttó daglega. Þrjár gúrkur fyrir þarna kallana sem lifa endalaust í Biflíunni.

E.s. Að gefnu tilefni skal það tekið fram að myndin af nafna mínum hér til hliðar er ekki samtímaljósmynd, heldur túlkun listamanns á öllu hörundsljósari Jesúsi en hann að líkindum var blessaður.

1 Comments:

At miðvikudagur, 07 desember, 2005, Blogger Jón Knútur Ásmundsson said...

Ertu hættur að blogga? Ég vil meira af þessu good good stuff.

 

Skrifa ummæli

<< Home