föstudagur, desember 09, 2005

La musica

Sat í stofu minni morgunn dags. Kaffí bolla, glatt í geði. Úti fyrir fyssandi öldurnar uppi á Breiðinni. Akranes. Rás tvö sér um kammertónlistina. Hlusta á popplag sungið af stúlku á ensku. Útlensk eða amrísk? - veit ekki, en eitthvað við lagið og fluttninginn fær mig til að hugsa um Ragnheiði Gröndal. Hún er tignuð á heimili hér. „Ragnheiður myndi syngja þetta lag svo mikið betur með sinni góðu fraseringu og innlifun“ hugsaði ég. Svo er lagið afkynnt: Regína Ósk söng lag eftir Ragnheiði Gröndal.

... ... ...

Er að hlusta á Takk Sigur Rósar í fyrsta skipti hér heima á fullu blasti. Morgunn. Þarf ekkert að fjölyrða um seiðandi tónlist hljómsveitarinnar: Hún er seiðandi! Svo virðist sem sveitin Amina eigi alveg helling í plötu Sigurrósar - og þar liggur líka snilldin, að hafa með sér góða listamenn og helst ekki á móti.

... ... ...

Það er eitthvað alveg furðulegt með margar upptökur frá því snemma á sjöunda áratugnum. Það er eins og tónlistarmennirnir séu bara í næsta herbergi við mann; hérna hinum megin við þilið að taka upp, suss, þögn, upptaka: Freddie Freeloader! Þannig er stemmningin við það að hlusta á til dæmis Kind of Blue Miles Davis; þessir snillingar eru bara í næsta herbergi að blása í tenórinn, toga í streng, hræra í snerli, nudda nótur hvítar og svartar. Enginn getur betur.

... ... ...

Robbie Williams hinn breski er umfram allt performer. Getur sungið, getur dansað, getur leikið, getur hermt eftir. Frábær performer. Ekki endilega tónlistarmaður. Það sannast í nýju lagi kauða þar sem hann stælir Lou Reed. Gerist Lou Reed. Heyrði þetta lag og dró mína ályktun. Las svo dauðadóm yfir mínum í Fréttablaðinu og ekki verð ég til að vaka yfir yfir því líki. En, eflaust margr breskir. Hann er vinsæll og veit af því .

... ... ...

Ég er áhrifagjarn. Á það til að kaupa tónlistina sem er í spilun í plötubúðinni þar sem ég er staddur. Ef það hljómar vel þá kaupi ég það. Las dóm í Fréttó fyrir nokkru um disk með frönskum músiköntum sem taka valin lög úr nýbylgjunni bresku a la stæl franses. Hljómaði vel og ég keypti diskinn um daginn. Er að hlusta á hann og hann hljómar vel. Heitir Nouvelle Vague.

AÐ GEFNU TILEFNI skal það tekið fram að hún Ragnheiður mín Gröndal er ekki að horfa upp til mín hér á myndinni; hún er meira svona dreymandi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home