fimmtudagur, febrúar 16, 2006

Morðin í Munkaborg

Bíóin hér á Íslandi hafa tekið til sýninga nýja mynd erftir Stefán Spielberg. Myndin heitir í höfuðið á þýsku borginni München í Bæjaralandi hvar palestínskir ribbaldar rændu og myrtu íþróttamenn úr liði Ísraels á Ólympíuleikum þar árið 1972.

Myndin heitir semsagt Munich upp á ensku, en hér á Íslandi er venjan að nota þýska heitið en stundum vísað í snörun Fjölnismanna á borgarnafninu yfir á okkar ylhýra; nefnilega Munkaborg. Það er því alveg hrikalega asnalegt að heyra kynningar á myndinni í fjölmiðlum sem „Munich - nýjasta myndin eftir Steven Spielberg“.

En, þetta er ekkkert nýtt og alveg í stíl við alla hina vitleysuna. Eins og t.d. nýju amerísku myndina um japönsku geisuna sem kínversk leikkona leikur. Myndin heitir upp á ensku Memoirs of a Geisha og ætti því - það segir sig einhern veginn sjálft - að útleggjast Minningar geisju. En, nei, upp á ensku skulu allar myndir heita og jafnvel líka þær sem gerðar eru á öðrum tungumálum, sbr. t.d. myndin um hinn unga Che Guevara, The Motorcycle Diaries (Diarios de motocicleta).

Árið 1999 var ég við nám í Róm og skrifaði þá eftirfarandi grein sem birtist í Mogganum og fékk víst nokkra umfjöllun í dægurmálaútvarpi Rásar 2. En, hún breytti svosem engu, því miður.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home