Bíó
![](http://photos1.blogger.com/blogger/3335/1721/400/sker_regnbogi.jpg)
Ykkar einlægur átti tvær myndir af fimm sem valdar voru í úrslit í samkeppni heimalagaðra heimildarmynda sem Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík efndi til. Engin fékk hann verðlaunin, en dómnefndin sá þó ástæðu til að „heiðra sérstaklega myndina FLUGDREKI“ sem verið hefur í sýningum á GúrkuTV síðustu mánuði.
Hér má lesa frétt um úrslit samkeppninnar á vef kvikmynda-hátíðarinnar.
Ný mynd hefur nú bæst í safnið og enn og aftur eru það börnin mín sæt og fín sem eru viðfangið. Það verður varla annað sagt um mig en að ég sé duglegur að mynda nærumhverfi mitt: kannski full nærsýnn, eða hvað? Myndin heitir SUNNUDAGUR og hana er sem fyrr hægt að horfa á í Gúrkuvarpinu og YouTube.com.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home