mánudagur, október 02, 2006

Það gerðist um daginn

Grasekkillinn spratt upp frá matarborðinu og stökk að útvarpinu í eldhúshorninu: Hækkaði. Whole lot of love Led Zeppelins flokksins ómaði um eldhúsið og pabbinn bara varð að taka luftgítar og lufttrommur á aðskornu hlaupabuxunum sem hann hafði ekki gefið sér tíma til að fara úr áður en hann vippaði sér úr líkamsræktinni í matseldina. Hann var í ham en börnin kipptu sér lítið upp við það, þökk sé finnsku skrímslahljómsveitinni Lordi úr Júróvisjón í vor; þeim að þakka að þau þekkja þungarokk og finnst bara normal að pabbinn bresti í luftgítar þetta upp úr miðvikudagsbleikjunni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home