Fratkettir
![](http://photos1.blogger.com/blogger/3335/1721/200/gledilegt_ar.2.jpg)
En, flugeldaáhugi minn nær ekki lengra því ekki nenni ég að skjóta þessu og aldrei hefur mér dottið í hug að kaupa fratkettina fokdýru. Til hvers í ósköpunum ætti ég að kaupa flugelda fyrir þúsundir króna þegar úr görðunum og af götunum kringum mig skótast upp tugir og hundruð þúsunda króna í formi flugelda, eldterta, sprengjukínverja og ég veit ekki hvað. Það eina sem ég þarf að gera er að sveigja höfuð mitt aftur á bak, sem ég geri hvort eð er til að súpa af freyðivínsglasinu mínu, og horfa til himins ... og vollá; fyrir augu mín ber mikil litadýrð. Ég hef aldrei gert betri ekkikaup en einmitt öll þau áramót sem ég hef lifað og ekki haft nokkurn áhuga á því að kaupa rakettur. Allt ókeypis og ekki bara það heldur líka fyrirhöfnin við kaupin og skotin á eldunum.
Kærar þakkir til allra þeirra sem sponsuðu hreint ágætis flugeldasýningu hér á Akranesi. Gleðilegt ár 2006 óskar og skrifari á Gúrkunni dyggum lesendum sínum, þ.e. Jóni Knúti og mömmu sinni.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home