laugardagur, desember 30, 2006

Jesú og pabbarnir

Það er þetta með Jesú, hann á jú tvo pabba?

Maður hefur nú pælt í þessu en ekkert að ráði - frekar en í guðdóminum yfirleitt; þetta er allt saman eitthvað svo órætt og ósegjanlega en samt segjanlega ... fj. dj. helv. ruglingslegt.

Sonur minn var staddur í einu húsa Guðs núna rétt fyrir blessuð jólin að hlusta á systur sína syngja með stöllum sínum. Sem hann horfði upp yfir föngulegan stúlknahópinn upp í kórinn vitraðist honum sú pæling af hverju Jesú ætti tvo pabba. - Hvað áttu við?, hváði mamma hans honum við hlið. Jú, hélt sá stutti áfram, Guð er pabbi hans og Jósef. Já, þú meinar það, sagði mamman og reyndi nú hvað hún gat að sjóða niður eitt pottþétt svar svo strákur léti gott heita. - Jú, sjáðu til, þetta er eins og með hann Jósúa vin þinn, hann á einn pabba í Reykjavík og annan hér á Akranesi sem býr með honum og mömmu hans. Drengurinn kyngdi þessu og mamma hans þóttist góð með svar sitt. En áfram hélt hann að stara upp í kórinn. Loks: Mamma, hvað er þessi fugl að gera þarna ...?

Það er ekki nema von að börnin spyrji: Guð er einn en samt þríeinn; Jesú er guð en samt ekki Guð. Guð er guð en ekki Jesú. Og hvað er þessi dúfa að gera þarna? Jósef er maður mömmu Jesúsar en samt ekki pabbi hans. Hvað meina þeir eiginlega með þessu?

Via lestur bloggs míns góða vinar Jóns Knúts komst ég í tæri við þá bestu útleggingu á biflíunni sem ég hef lengi lesið og ég bara verð að fá að endurbirta hana hér, óstytta. Höfundur er austfirðingurinn Helgi Seljan. Þessi óþekki úr Kastflóðinu sem Brúnn Ingi segir að hafi fengið jobb sitt gegnum klíku. - Sá ætti nú að þekkja það. Jæja, hér kemur hún (fyrirsögnin mín, fengin úr greininni).

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home