fimmtudagur, desember 21, 2006

Tiltekt

Það var svingað á setrinu í gær. Jólatiltekt. Ég tók búrið, Hildur rest. Það gerir ein vistarvera á móti tíu. Fimm fermetrar á móti tvöhundruð og tuttugu. Samt var hún ekki á undan mér. Við kláruðum á sama tíma. Ég ryksugaði, þurrkaði af, endurskipulagði, rak út rottur og raðmyglu, endurskipulagði og kramdi gamlar bjórdósir. Ein var síðan í gær. Kannski tvær.

Eftir allt erfiðið var pöntuð pízza að íslenskum jólasið. Hildur og börnin tóku eina sneið hvert. Ég tók restina. Ég er duglegur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home