Nóvember
![](http://photos1.blogger.com/x/blogger/3335/1721/400/247720/hvalskip.jpg)
Mér finnst það mikið andleysi hjá Speli, rekstraraðila Hvalfjarðargangnanna, að setja ekki upp eftirlíkingu hvalshöfuðs við annan enda gangnanna og sporð við hinn. Þá keyrði maður inn um hvalskjaft hérna norðanmegin, niður og í gegnum iður skepnunnar og út um rassgatið sunnan megin.
Fékk mér hrefnu í sumar. Sérstaklega meyrt og gott kjöt, minnir á naut. Eða eitthvað. Dauðsé eftir því að hafa ekki forðað mig upp af þessu góða og ódýra lagmeti. Hér uppi á Skaga, skammt frá setri mínu, bíða hins vegar nokkrar niðurbútaðar og kaldar langreiðar eftir því að fangarar þeirra finni út úr því af hverju þeim þótti nauðsynlegt að skjóta þær. Í sushi eða súginn.
Hvalskipin í Reykjavíkurhöfn. Hafa alltaf minnt mig á 19. öldina.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home