fimmtudagur, janúar 18, 2007

Bloggbókarblogg

Við tökum okkur vel út í Fréttablaðinu í dag, Jón Knútur og ég; hvor á sinni örkinni í góðum félagskap dánartilkynninga, Boston-kyrkjarans, frunsukrema og hennar Sallyar Spectru úr þáttunum um þau Sköllóttu og sætu. Hún er víst dauð blessunin en við búnir að meikaða!

Á bls. 56 og 7 er viðtal við forleggjarann Kristin Pétursson um fyrirhugaða útgáfu bókar með bloggfærslum þorparans Jón Knúts Ásmundssonar; bókin sögð vera fyrsta bloggbókin ever á Íslandi. Ef ekki bara í heiminum öllum.

Blogg á bók! Hverjum dettur það hug? Kannski uppgjafa héraðsfréttaritara austan úr fjörðum sem finnst netið ekki nógu efnislegt fyrir sín miklu skrif. Hlýt að hafa verið fullur þegar ég samþykkti að hjálpa honum með að koma þessum pistlum hans á prent. Fyrst enginn annar nennti því. Öl er annar maður.

Nei, að öllu gamni slepptu þá er ritstjórinn á Gúrkunni að vinna í því þessa dagana að lesa yfir bloggpistla síns ágæta vinar úr Norðfirði með það að markmiði að velja úr þá áhugaverðustu og koma á bók. Vinnuheiti bókarinnar er NESK og vísar til æskustöðva höfundarins. Þetta er skemmtilegt verkefni og efnið vel þess virði að vera gefið út á föstu formi bókarinnar.

... ... ...

- Hér má sjá viðtalið/umfjöllunina í Fréttablaðinu: Á fullt erindi á pappír
- Myndin hér til hliðar er skissa að kápu bókarinnar. Einfalt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home